Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Fjölnir skoðar möguleika á að styrkja sig
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölni er spáð neðsta sæti í Pepsi Max-deild karla í sumar.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, segir að Grafarvogsfélagið sé að skoða möguleika á að bæta við hópinn áður en keppni fer af stað.

„Þessi spá kemur ekki á óvart. Eins og fjallað hefur verið um þá höfum við misst mikið úr reynslubankanum og erum með marga leikmenn sem eiga eftir að sanna sig í efstu deild. Spáin sem slík kemur því ekki á óvart en við höfum trú á getu okkar og nú er það bara að sýna og sanna að við getum endað ofar," segir Ásmundur.

Fjölnir hefur verið í leit að sóknarmanni en liðið hefur misst þrjá lykilmenn frá síðasta tímabili, þegar það komst upp í efstu deild.

„Það er í skoðun hjá okkur að reyna að styrkja liðið. Hvort það gangi upp á eftir að koma í ljós."

Í vikunni gerði Fjölnir 1-1 jafntefli við HK í æfingaleik.

Þorri Mar Þórisson, leikmaður KA, spilaði með Fjölni í þeim leik og þá hefur félagið áhuga á að fá Björn Berg Bryde, varnarmann Stjörnunnar, samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Björn Berg lék hjá HK á lánssamningi í fyrra.

„Mér fannst sá leikur bera vott um að liðin voru að koma úr löngu hléi frá fótbolta," segir Ásmundur um umræddan leik en í honum meiddist Kristófer Óskar Óskarsson, leikmaður Fjölnis, og er hann í kapphlaupi við tímann til að vera klár fyrir fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner