Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Helena Ólafs: Árekstrarnir verða of miklir
Helena Ólafsdóttir.
Helena Ólafsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ástæða þess að ég sé mér ekki fært að vinna með Fjölni eru breyttar forsendur í annari vinnu. Árekstrarnir verða of miklir," sagði Helena Ólafsdóttir við Fótbolta.net í dag.

Tilkynnt var í fyrrakvöld að Helena sé hætt sem þjálfari Fjölnis í 1. deild kvenna en hún tók við liðinu síðastliðið haust. Samhliða því að þjálfa hefur Helena stýrt Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport og álagið verður mikið þar í sumar eftir breytt leikjaplan.

„Þjálfun er bara þannig starf að maður verður að gefa sig 100% í þetta og það gekk því miður ekki með hinu. Mér fannst því sanngjarnast gagnvart liðinu og klúbbnum að stíga frá og fá manneskju inn sem getur verið í þessu á fullu."

„Fjölnir er með ungt og efnilegt lið sem er gaman að þjálfa og ég vona að einhver góður einstaklingur muni koma inn í minn stað á fullum krafti."


Fjölnir mætir Gróttu í 1. umferð í 1. deild kvenna föstudaginn 19. júní. Axel Sæmundsson stýrir liðinu tímabundið þar til þjálfari verður ráðinn fyrir sumarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner