Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   fim 28. maí 2020 17:56
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski boltinn af stað 13. júní - Serie A byrjar 20. júní
Fundi ríkisstjórnarinnar á Ítalíu er lokið og hefur Vincenzo Spadafora, íþróttamálaráðherra, staðfest að ítalski boltinn getur farið aftur af stað eftir rúmlega tvær vikur, eða um miðjan júní.

Undanúrslitaleikir ítalska bikarsins munu því fara fram 13. og 14. júní, þar sem AC Milan, Juventus, Inter og Napoli berjast um sæti í úrslitaleiknum sem verður spilaður 17. júní.

Napoli lagði Inter á San Siro 0-1 degi áður en Milan og Juventus skildu jöfn á sama velli 1-1. Mikil eftirvænting er fyrir seinni leikina.

Ítalska deildin mun svo fara af stað 20. júní. Þar eiga lið ýmist eftir að spila tólf eða þrettán leiki til að ljúka sínu tímabili.

Spadafora tilkynnti einnig B- og C-plan ef fótboltaheiminn þarf að stöðva aftur vegna Covid-19. Plan B er að klára tímabilið með umspilsleikjum og plan C að láta stöðutöfluna standa eins og hún er.

Serie B á einnig að fara af stað 20. júní.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
5 Juventus 16 8 5 3 21 15 +6 29
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 15 6 6 3 19 12 +7 24
8 Lazio 16 6 5 5 17 11 +6 23
9 Atalanta 16 5 7 4 20 18 +2 22
10 Sassuolo 16 6 3 7 21 20 +1 21
11 Cremonese 16 5 6 5 18 18 0 21
12 Udinese 16 6 3 7 17 27 -10 21
13 Torino 16 5 5 6 16 26 -10 20
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 16 3 6 7 17 23 -6 15
16 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
17 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 16 1 8 7 12 22 -10 11
20 Fiorentina 16 1 6 9 17 27 -10 9
Athugasemdir
banner
banner