Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   sun 28. maí 2023 19:41
Brynjar Ingi Erluson
Caicedo og Mac Allister líklega á förum frá Brighton - „Þetta er stefna félagsins“
Alexis Mac Allister og Moises Caicedo eru á förum
Alexis Mac Allister og Moises Caicedo eru á förum
Mynd: Getty Images
Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, svo gott sem staðfesti að Moises Caicedo og Alexis Mac Allister hafi verið að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.

Caicedo og Mac Allister hafa verið með bestu mönnum Brighton síðustu ár en áhuginn á þeim er mikill.

Báðir hafa verið orðaðir við mörg stórlið en Mac Allister að öllum líkindum á leið til Liverpool og þá gæti Caicedo farið til Lundúna en Arsenal og Chelsea eru gríðarlega áhugasöm.

De Zerbi viðurkenndi það eftir 2-1 tapið gegn Aston Villa í lokaumferðinni í dag að þetta gæti hafa verið þeirra síðasti leikur fyrir félagið.

„Já, ég held að þetta gæti verið síðasti leikur þeirra Alexis og Moises Caicedo. Mér þykir það afar leitt því þetta eru tvær frábær manneskjur og fótboltamenn, en svona er stefna Brighton. Það er rétt að þeir geta farið og þeir geta spilað á hærra stigi,“ sagði De Zerbi við fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner