Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   sun 28. maí 2023 17:33
Brynjar Ingi Erluson
England: Þrumufleygur Doucoure bjargaði Everton - Leeds og Leicester fallin
Abdoulaye Doucoure sá um að halda Everton uppi
Abdoulaye Doucoure sá um að halda Everton uppi
Mynd: Getty Images
Leeds er fallið í B-deildina
Leeds er fallið í B-deildina
Mynd: Getty Images
James Maddison og hans menn í Leicester spila í B-deildinni á næstu leiktíð
James Maddison og hans menn í Leicester spila í B-deildinni á næstu leiktíð
Mynd: Getty Images
Leeds og Leicester eru fallin niður í ensku B-deildina en þetta varð ljóst eftir úrslit dagsins í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Everton bjargaði sér annað tímabilið í röð. Franski miðjumaðurinn Aboulaye Doucoure gerði eina mark leiksins í 1-0 sigrinum á Bournemouth með því að skora með þrumuskoti rétt fyrir utan teig á 57. mínútu.

Þeir bláklæddu þurftu að vinna til að halda sér uppi í ljósi þess að Leicester vann góðan 2-1 sigur á West Ham. Harvey Barnes og Wout Faes skoruðu mörk Leicester og þá minnkaði Pablo Fornals muninn en þessi sigur dugði ekki Leicester.

Leeds tapaði á meðan fyrir Tottenham, 4-1, á Elland Road. Harry Kane skoraði í tíunda sinn í lokaumferð deildarinnar og bætti þar með met og þá gerði spænski bakvörðurinn Pedro Porro annað mark í upphafí síðari hálfleiks.

Jack Harrison tókst að minnka muninn á 67. mínútu en Kane svaraði með marki fyrir gestina aðeins tveimur mínútum síðar og gerði Lucas Moura með fjórða markinu undir lokin.

Það eru því Leeds og Leicester sem fara niður í B-deildina.

Crystal Palace og Nottingham Forest gerðu 1-1 jafntefli á Selhurst Park. Taiwo Awoniyi kom Forest í 1-0 á 31. mínútu en Will Hughes jafnaði metin þegar tæpur hálftími var eftir.

Úrslit og markaskorarar:

Crystal Palace 1 - 1 Nott. Forest
0-1 Taiwo Awoniyi ('31 )
1-1 Will Hughes ('66 )

Everton 1 - 0 Bournemouth
1-0 Abdoulaye Doucoure ('57 )

Leeds 1 - 4 Tottenham
0-1 Harry Kane ('2 )
0-2 Pedro Porro ('47 )
1-2 Jack Harrison ('67 )
1-3 Harry Kane ('69 )
1-4 Lucas Moura ('90 )

Leicester City 2 - 1 West Ham
1-0 Harvey Barnes ('34 )
2-0 Wout Faes ('62 )
2-1 Pablo Fornals ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner