Arsenal hefur fundað með Watkins - Cucurella vill fara frá Chelsea - Ratcliffe heldur áfram að reyna að kaupa Man Utd
Varafyrirliði KFG: Hann gæti leikandi verið í hvaða liði sem er í Bestu
Búist við fjölmenni úr Garðabæ - „Ætla að vera í íslenska þjóðbúningnum“
Mikil spenna í Garðinum - „Góð sýning fyrir okkar litla bæjarfélag“
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
banner
   sun 28. maí 2023 19:59
Elvar Geir Magnússon
Óskar er sá vinsælasti í Árbænum: Alltaf að brosa
watermark Óskar í baráttunni í leiknum í kvöld.
Óskar í baráttunni í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stigasöfnunin er farin að rúlla vel hjá Fylki, liðið vann ÍBV í Árbænum í kvöld og er liðið búið að fara í gegnum þrjá leiki í röð án ósigurs. Hinn nítján ára gamli Óskar Borgþórsson skoraði sigurmarkið.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Það var mjög mikilvægt að ná í þessu stig og koma sér aðeins frá þessum pakka. Þetta voru mjög erfiðar aðstæður, mjög mikil rigning og vindur. Þetta var hörkuleikur og góður leikur," segir Óskar.

Í sigurmarkinu breytti skot Óskars um stefnu af varnarmanni ÍBV og fór í netið. Hvernig var að sjá boltann fara inn?

„Það var ógeðslega gaman. Ég var með vindinn í bakið og um að gera að skjóta bara, og það kom mark. Boltinn var á leiðinni á markið og þetta er alltaf mitt mark," segir Óskar brosandi. Hann er kominn með þrjú mörk í deildinni og er ánægður með sína byrjun persónulega.

Óskar er vinsælasti leikmaður Fylkis meðal stuðningsmanna og fær varla frið fyrir ungum aðdáendum þegar hann mætir á svæðið. Hver er ástæðan fyrir því?

„Ég er að vinna í Árbæjarskóla og svo hef ég líka verið að þjálfa þessa krakka. Maður er bara skemmtilegur og alltaf að brosa, það er eina vitið."
Athugasemdir
banner
banner