Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   sun 28. maí 2023 19:59
Elvar Geir Magnússon
Óskar er sá vinsælasti í Árbænum: Alltaf að brosa
Óskar í baráttunni í leiknum í kvöld.
Óskar í baráttunni í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stigasöfnunin er farin að rúlla vel hjá Fylki, liðið vann ÍBV í Árbænum í kvöld og er liðið búið að fara í gegnum þrjá leiki í röð án ósigurs. Hinn nítján ára gamli Óskar Borgþórsson skoraði sigurmarkið.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Það var mjög mikilvægt að ná í þessu stig og koma sér aðeins frá þessum pakka. Þetta voru mjög erfiðar aðstæður, mjög mikil rigning og vindur. Þetta var hörkuleikur og góður leikur," segir Óskar.

Í sigurmarkinu breytti skot Óskars um stefnu af varnarmanni ÍBV og fór í netið. Hvernig var að sjá boltann fara inn?

„Það var ógeðslega gaman. Ég var með vindinn í bakið og um að gera að skjóta bara, og það kom mark. Boltinn var á leiðinni á markið og þetta er alltaf mitt mark," segir Óskar brosandi. Hann er kominn með þrjú mörk í deildinni og er ánægður með sína byrjun persónulega.

Óskar er vinsælasti leikmaður Fylkis meðal stuðningsmanna og fær varla frið fyrir ungum aðdáendum þegar hann mætir á svæðið. Hver er ástæðan fyrir því?

„Ég er að vinna í Árbæjarskóla og svo hef ég líka verið að þjálfa þessa krakka. Maður er bara skemmtilegur og alltaf að brosa, það er eina vitið."
Athugasemdir
banner