Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 28. maí 2023 19:59
Elvar Geir Magnússon
Óskar er sá vinsælasti í Árbænum: Alltaf að brosa
Óskar í baráttunni í leiknum í kvöld.
Óskar í baráttunni í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stigasöfnunin er farin að rúlla vel hjá Fylki, liðið vann ÍBV í Árbænum í kvöld og er liðið búið að fara í gegnum þrjá leiki í röð án ósigurs. Hinn nítján ára gamli Óskar Borgþórsson skoraði sigurmarkið.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Það var mjög mikilvægt að ná í þessu stig og koma sér aðeins frá þessum pakka. Þetta voru mjög erfiðar aðstæður, mjög mikil rigning og vindur. Þetta var hörkuleikur og góður leikur," segir Óskar.

Í sigurmarkinu breytti skot Óskars um stefnu af varnarmanni ÍBV og fór í netið. Hvernig var að sjá boltann fara inn?

„Það var ógeðslega gaman. Ég var með vindinn í bakið og um að gera að skjóta bara, og það kom mark. Boltinn var á leiðinni á markið og þetta er alltaf mitt mark," segir Óskar brosandi. Hann er kominn með þrjú mörk í deildinni og er ánægður með sína byrjun persónulega.

Óskar er vinsælasti leikmaður Fylkis meðal stuðningsmanna og fær varla frið fyrir ungum aðdáendum þegar hann mætir á svæðið. Hver er ástæðan fyrir því?

„Ég er að vinna í Árbæjarskóla og svo hef ég líka verið að þjálfa þessa krakka. Maður er bara skemmtilegur og alltaf að brosa, það er eina vitið."
Athugasemdir
banner
banner