Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   þri 27. maí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þú ferð ekki á svarthvíta mynd og kvartar svo að hún sé ekki í lit"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur verið gríðarlega skemmtilegt að fylgjast með KR í sumar en liðið hefur skoraði flest mörk (24) og fengið á sig næst flest (18). Liðið situr í 6. sæti eftir 8 umferðir.

Liðið tapaði gegn Fram 3-2 í síðustu umferð en það var annað deildartapið í röð. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að það þyrfti að skoða varnarleikinn.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Fram

KR liðið var til umræðu í Innkastinu en Valur Gunnarsson átti sviðið.

„Þjálfarinn er búinn að halda því fram að honum sé drullusama hvort þeir haldi hreinu eða ekki. Ég veit ekki hvort þeim sé drullusama hvort þeir gefi ógeðslega auðveld mörk í hverjum einasta leik og lið mega varla fara yfir miðju þá er komin færi á KR-inga," sagði Valur.

„Mér finnst erfitt að fjalla um KR liðið því þetta er eins og maður átti von á. Það er erfitt að gagnrýna þetta þegar þjálfarinn er búinn að segja fyrir mót að við séum að fara tapa fullt af leikjum og fólk verður að vera þolinmótt."

„Þú ferð ekki á svarthvíta mynd í bíó og kvartar svo að hún sé ekki í lit. Maður fer og maður veit að KR eru lélegir til baka og góðir fram á við og það er ógeðslega gaman að horfa á þetta," sagði Valur að lokum.
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Innkastið - Blikar lúta í gras og Davíð Smári finnur lausnir
Athugasemdir
banner
banner