Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 28. júní 2020 21:54
Arnar Daði Arnarsson
Brynjar Björn: Búnir að tapa leiknum í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson og hans menn í HK þurftu að sætta sig við skell gegn Val á heimavelli í kvöld. 4-0 tap niðurstaðan en Valsmenn voru komnir í 3-0 eftir hálftíma leik.

Til að gera vonda sögu enn verri þá fékk Leifur Andri Leifsson rautt spjald í aðdraganda þriðja mark Vals og því var síðasti klukkutími leiksins fyrir HK erfiður. Þeir gerðu þó vel og geta borið höfuðið hátt með karakterinn sem liðið bauð uppá eftir þriðja mark Vals.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 Valur

„Við erum búnir að tapa leiknum í hálfleik. Við komum ágætlega út í seinni hálfleik og við reynum. Það var það sem við töluðum um í hálfleik. Við vorum þrír á miðjunni sem er mikil vinna og mikil hlaup. Menn skiluðu því ágætlega. Við reyndum að hafa tvo frammi sem gekk að einhverjuleyti til að setja pressu á þeirra öftustu menn," sagði Brynjar Björn og hélt áfram.

„Niðurstaðan er engu að síður 4-0 tap og við verðum að taka það á kinnina í dag og halda áfram næstu vikur."

Jón Arnar Barðdal leikmaður HK sem fór á kostum í 3-0 sigri HK gegn KR í síðustu umferð var fjarri góðu gamni í kvöld. Jón Arnar er kominn í sóttkví. Brynjar Björn þurfti því að gera breytingu á liði sínum í hádeginu í dag.

„Þetta truflaði okkur ekki, nema að því leyti að við þurftum að gera breytingu á liðinu í hádeginu í dag. Stefan Ljubicic kom inn í byrjunarliðið og það hefði verið hægt að koma inn í auðveldari leik og sýna sitt rétta andlit. Við vorum komnir með Jón Arnar inní byrjunarliðið með ákveðinn rythma og við kannski töpuðum því aðeins, en akkúrat þessi umræða útskýrir ekki tapið í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner