Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 28. júní 2024 23:07
Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór: Eina skilyrðið sem ég setti fyrir að leyfa þessa skó var svona mark
Jón Þór gat verið glaður í dag.
Jón Þór gat verið glaður í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega sætt, líka því við vorum svo grátlega nálægt því að fara með sigur í síðasta leik á móti Breiðabliki á útivelli. Þess vegna var ennþá sætara að ná þessu í restina," sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 3 - 2 heimasigur á Val í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 Valur

„Í heildina séð fannst mér þetta verðskuldaður sigur. Mér fannst við gera okkur þetta erfitt fyrir fyrstu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik og það sama í seinni hálfleiknum fyrstu 10 mínúturnar. Hafandi sagt það verð ég að hrósa mínum mönnnum fyrir að bregðast við því, laga það og stoppa það að Valsararnir byrjuðu leikinn frábærlega fyrstu 10-15 mínúturnar í fyrri hálfleik. Við unnum okkur aftur inn í leikinn og förum með 2-1 í hálfleikinn."

„Svo byrjum við seinni hálfleikinn á sama hátt og erum í basli með þeirra leiftrandi sóknarleik. Valur er með frábært lið og með frábær einstaklingsgæði í sínu liði og sérstaklega sóknarlega. Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er. Valur er það lið sem hafði skorað flest mörk í deildinni og hafði skorað 9 mörk í síðustu tveimur leikjum. Á einhverjum köflum verður maður því í erfiðleikum á móti þeim en ég verð að hrósa mínu liði aftur fyrir hvernig þeir brugðust við því og leystu það."


Jón Þór brást sjálfur við en seint í leiknum þegar Árni Marinó markvörður lá meiddur eftir hélt hann fund með framherjunum Viktori Jónssyni og Hinriki Harðarsyni.

„Við vorum að ræða varnarleikinn og hvar við gætum gert betur þegar við unnum hann. Mér fannst Viktor og Hinrik þurfa að vinna varnarleikinn svolítið betur saman og hreyfa sig betur saman. Þeir voru að glíma við 2 á móti 3 mönnum og eins og við sáum þetta þurftum við aðeins að laga það. Þeir gerðu það og stóðu sig frábærlega."

Steinar Þorsteinsson skoraði sigurmarkið seint í leiknum eftir að hafa fengið boltann út úr teignum frá Viktori Jónssyni og setti hann út í bláhornið.

„Þetta var stórkostlegt mark fyrir það fyrsta og sjónarhornið sem við höfðum á þetta mark algjörlega frábært. Þarna sýnir Steinar gæðin sín sem hann sannarlega býr yfir og ég tala nú ekki um í nýju bleiku skónum sínum. Eina skilyrðið sem ég setti með að leyfa þessa skó var mark eins og þetta. Hann fær að spila í þeim áfram."

Var búið að funda um þetta fyrir leikinn?

„Jájá, hann kom hingað um daginn og var eitthvað að hlaupa þá til. Ég sagði að það væri ekki séns að hann myndi spila í þeim nema það myndi skila þessu. Hann gerði það."

Nánar er rætt við Jón Þór í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir endurkomu Hlyns Sævars Jónssonar sem var í byrjunarliðinu í fyrsta leik síðan í lok apríl og meiðsli Erik Tobias Sandberg.
Athugasemdir
banner
banner