Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 28. júní 2024 23:07
Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór: Eina skilyrðið sem ég setti fyrir að leyfa þessa skó var svona mark
Jón Þór gat verið glaður í dag.
Jón Þór gat verið glaður í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega sætt, líka því við vorum svo grátlega nálægt því að fara með sigur í síðasta leik á móti Breiðabliki á útivelli. Þess vegna var ennþá sætara að ná þessu í restina," sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 3 - 2 heimasigur á Val í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 Valur

„Í heildina séð fannst mér þetta verðskuldaður sigur. Mér fannst við gera okkur þetta erfitt fyrir fyrstu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik og það sama í seinni hálfleiknum fyrstu 10 mínúturnar. Hafandi sagt það verð ég að hrósa mínum mönnnum fyrir að bregðast við því, laga það og stoppa það að Valsararnir byrjuðu leikinn frábærlega fyrstu 10-15 mínúturnar í fyrri hálfleik. Við unnum okkur aftur inn í leikinn og förum með 2-1 í hálfleikinn."

„Svo byrjum við seinni hálfleikinn á sama hátt og erum í basli með þeirra leiftrandi sóknarleik. Valur er með frábært lið og með frábær einstaklingsgæði í sínu liði og sérstaklega sóknarlega. Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er. Valur er það lið sem hafði skorað flest mörk í deildinni og hafði skorað 9 mörk í síðustu tveimur leikjum. Á einhverjum köflum verður maður því í erfiðleikum á móti þeim en ég verð að hrósa mínu liði aftur fyrir hvernig þeir brugðust við því og leystu það."


Jón Þór brást sjálfur við en seint í leiknum þegar Árni Marinó markvörður lá meiddur eftir hélt hann fund með framherjunum Viktori Jónssyni og Hinriki Harðarsyni.

„Við vorum að ræða varnarleikinn og hvar við gætum gert betur þegar við unnum hann. Mér fannst Viktor og Hinrik þurfa að vinna varnarleikinn svolítið betur saman og hreyfa sig betur saman. Þeir voru að glíma við 2 á móti 3 mönnum og eins og við sáum þetta þurftum við aðeins að laga það. Þeir gerðu það og stóðu sig frábærlega."

Steinar Þorsteinsson skoraði sigurmarkið seint í leiknum eftir að hafa fengið boltann út úr teignum frá Viktori Jónssyni og setti hann út í bláhornið.

„Þetta var stórkostlegt mark fyrir það fyrsta og sjónarhornið sem við höfðum á þetta mark algjörlega frábært. Þarna sýnir Steinar gæðin sín sem hann sannarlega býr yfir og ég tala nú ekki um í nýju bleiku skónum sínum. Eina skilyrðið sem ég setti með að leyfa þessa skó var mark eins og þetta. Hann fær að spila í þeim áfram."

Var búið að funda um þetta fyrir leikinn?

„Jájá, hann kom hingað um daginn og var eitthvað að hlaupa þá til. Ég sagði að það væri ekki séns að hann myndi spila í þeim nema það myndi skila þessu. Hann gerði það."

Nánar er rætt við Jón Þór í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir endurkomu Hlyns Sævars Jónssonar sem var í byrjunarliðinu í fyrsta leik síðan í lok apríl og meiðsli Erik Tobias Sandberg.
Athugasemdir
banner
banner