Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   fös 28. júní 2024 23:07
Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór: Eina skilyrðið sem ég setti fyrir að leyfa þessa skó var svona mark
Jón Þór gat verið glaður í dag.
Jón Þór gat verið glaður í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega sætt, líka því við vorum svo grátlega nálægt því að fara með sigur í síðasta leik á móti Breiðabliki á útivelli. Þess vegna var ennþá sætara að ná þessu í restina," sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 3 - 2 heimasigur á Val í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 Valur

„Í heildina séð fannst mér þetta verðskuldaður sigur. Mér fannst við gera okkur þetta erfitt fyrir fyrstu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik og það sama í seinni hálfleiknum fyrstu 10 mínúturnar. Hafandi sagt það verð ég að hrósa mínum mönnnum fyrir að bregðast við því, laga það og stoppa það að Valsararnir byrjuðu leikinn frábærlega fyrstu 10-15 mínúturnar í fyrri hálfleik. Við unnum okkur aftur inn í leikinn og förum með 2-1 í hálfleikinn."

„Svo byrjum við seinni hálfleikinn á sama hátt og erum í basli með þeirra leiftrandi sóknarleik. Valur er með frábært lið og með frábær einstaklingsgæði í sínu liði og sérstaklega sóknarlega. Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er. Valur er það lið sem hafði skorað flest mörk í deildinni og hafði skorað 9 mörk í síðustu tveimur leikjum. Á einhverjum köflum verður maður því í erfiðleikum á móti þeim en ég verð að hrósa mínu liði aftur fyrir hvernig þeir brugðust við því og leystu það."


Jón Þór brást sjálfur við en seint í leiknum þegar Árni Marinó markvörður lá meiddur eftir hélt hann fund með framherjunum Viktori Jónssyni og Hinriki Harðarsyni.

„Við vorum að ræða varnarleikinn og hvar við gætum gert betur þegar við unnum hann. Mér fannst Viktor og Hinrik þurfa að vinna varnarleikinn svolítið betur saman og hreyfa sig betur saman. Þeir voru að glíma við 2 á móti 3 mönnum og eins og við sáum þetta þurftum við aðeins að laga það. Þeir gerðu það og stóðu sig frábærlega."

Steinar Þorsteinsson skoraði sigurmarkið seint í leiknum eftir að hafa fengið boltann út úr teignum frá Viktori Jónssyni og setti hann út í bláhornið.

„Þetta var stórkostlegt mark fyrir það fyrsta og sjónarhornið sem við höfðum á þetta mark algjörlega frábært. Þarna sýnir Steinar gæðin sín sem hann sannarlega býr yfir og ég tala nú ekki um í nýju bleiku skónum sínum. Eina skilyrðið sem ég setti með að leyfa þessa skó var mark eins og þetta. Hann fær að spila í þeim áfram."

Var búið að funda um þetta fyrir leikinn?

„Jájá, hann kom hingað um daginn og var eitthvað að hlaupa þá til. Ég sagði að það væri ekki séns að hann myndi spila í þeim nema það myndi skila þessu. Hann gerði það."

Nánar er rætt við Jón Þór í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir endurkomu Hlyns Sævars Jónssonar sem var í byrjunarliðinu í fyrsta leik síðan í lok apríl og meiðsli Erik Tobias Sandberg.
Athugasemdir
banner
banner
banner