Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   fös 28. júní 2024 23:07
Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór: Eina skilyrðið sem ég setti fyrir að leyfa þessa skó var svona mark
Jón Þór gat verið glaður í dag.
Jón Þór gat verið glaður í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega sætt, líka því við vorum svo grátlega nálægt því að fara með sigur í síðasta leik á móti Breiðabliki á útivelli. Þess vegna var ennþá sætara að ná þessu í restina," sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 3 - 2 heimasigur á Val í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 Valur

„Í heildina séð fannst mér þetta verðskuldaður sigur. Mér fannst við gera okkur þetta erfitt fyrir fyrstu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik og það sama í seinni hálfleiknum fyrstu 10 mínúturnar. Hafandi sagt það verð ég að hrósa mínum mönnnum fyrir að bregðast við því, laga það og stoppa það að Valsararnir byrjuðu leikinn frábærlega fyrstu 10-15 mínúturnar í fyrri hálfleik. Við unnum okkur aftur inn í leikinn og förum með 2-1 í hálfleikinn."

„Svo byrjum við seinni hálfleikinn á sama hátt og erum í basli með þeirra leiftrandi sóknarleik. Valur er með frábært lið og með frábær einstaklingsgæði í sínu liði og sérstaklega sóknarlega. Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er. Valur er það lið sem hafði skorað flest mörk í deildinni og hafði skorað 9 mörk í síðustu tveimur leikjum. Á einhverjum köflum verður maður því í erfiðleikum á móti þeim en ég verð að hrósa mínu liði aftur fyrir hvernig þeir brugðust við því og leystu það."


Jón Þór brást sjálfur við en seint í leiknum þegar Árni Marinó markvörður lá meiddur eftir hélt hann fund með framherjunum Viktori Jónssyni og Hinriki Harðarsyni.

„Við vorum að ræða varnarleikinn og hvar við gætum gert betur þegar við unnum hann. Mér fannst Viktor og Hinrik þurfa að vinna varnarleikinn svolítið betur saman og hreyfa sig betur saman. Þeir voru að glíma við 2 á móti 3 mönnum og eins og við sáum þetta þurftum við aðeins að laga það. Þeir gerðu það og stóðu sig frábærlega."

Steinar Þorsteinsson skoraði sigurmarkið seint í leiknum eftir að hafa fengið boltann út úr teignum frá Viktori Jónssyni og setti hann út í bláhornið.

„Þetta var stórkostlegt mark fyrir það fyrsta og sjónarhornið sem við höfðum á þetta mark algjörlega frábært. Þarna sýnir Steinar gæðin sín sem hann sannarlega býr yfir og ég tala nú ekki um í nýju bleiku skónum sínum. Eina skilyrðið sem ég setti með að leyfa þessa skó var mark eins og þetta. Hann fær að spila í þeim áfram."

Var búið að funda um þetta fyrir leikinn?

„Jájá, hann kom hingað um daginn og var eitthvað að hlaupa þá til. Ég sagði að það væri ekki séns að hann myndi spila í þeim nema það myndi skila þessu. Hann gerði það."

Nánar er rætt við Jón Þór í spilaranum að ofan þar sem hann ræðir endurkomu Hlyns Sævars Jónssonar sem var í byrjunarliðinu í fyrsta leik síðan í lok apríl og meiðsli Erik Tobias Sandberg.
Athugasemdir
banner
banner