Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. júlí 2021 23:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Tíu stiga forskot á toppnum - Spennandi fallbarátta
Brynjar Árnason hér í leik með Hetti/Hugin í fyrra. Hann er núna þjálfari liðsins.
Brynjar Árnason hér í leik með Hetti/Hugin í fyrra. Hann er núna þjálfari liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Atli Freyr skoraði fyrir Víði.
Atli Freyr skoraði fyrir Víði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru þrír leikir á dagskrá í 3. deildinni í kvöld. Höttur/Huginn - eftir að hafa verið í fallbaráttu í fyrra - stefnir hraðbyrði í átt að 2. deild.

Höttur/Huginn gerði fína ferð á Vopnafjörð í kvöld og byrjaði mjög vel. Pablo Carrascosa Garcia skoraði úr vítaspyrnu snemma, en 20 mínútum síðar jafnaði landi hans, Alejandro Barce Lechuga, fyrir Einherja.

Valdimar Brimir Hilmarsson sá hins vegar til þess að Höttur/Huginn leiddi 2-1 í hálfleik. Hann hafði komið inn á sem varamaður fimm mínútum áður.

Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum því það voru ekki fleiri mörk skoruð í leiknum. Lokatölur 1-2 og er Höttur/Huginn á toppnum með tíu stiga forskot. Þó á KFG - liðið í öðru sæti - tvo leiki til góða. Einherji er á botninum með tíu stig.

Í hinum leikjum kvöldsins unnu Víðir og Elliði sigra. Víðir lagði ÍH að velli, 2-1, á heimavelli sínum í Garðinum. Þá fór Elliði á Sauðárkrók og vann þar 0-1 sigur.

Elliði er í þriðja sæti, einu stigi frá KFG. Þó á KFG leik til góða á Elliða. Víðir er í sjöunda sæti, ÍH er í tíunda sæti og Tindastóll í 11. sæti. Það munar einu stigi á ÍH (11 stig), og Tindastóli og Einherja (tíu stig).

Einherji 1 - 2 Höttur/Huginn
0-1 Pablo Carrascosa Garcia ('13, víti)
1-1 Alejandro Barce Lechuga ('33)
1-2 Valdimar Brimir Hilmarsson ('39)

Víðir 2 - 1 ÍH
1-0 Atli Freyr Ottesen Pálsson ('3)
2-0 Jóhann Þór Arnarsson ('48)
2-1 Brynjar Jónasson ('90)

Tindastóll 0 - 1 Elliði
0-1 Pétur Óskarsson ('70)
Athugasemdir
banner
banner
banner