Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 28. júlí 2021 21:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Hjörvar: Þær misstu aldrei trúna
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA og Breiðablik skildu jöfn 2-2 á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld. Arna Sif jafnaði metin fyrir Þór/KA á loka sekúndum leiksins. Andri Hjörvar Albertsson þjálfari Þór/KA var gríðarlega stoltur af sínu liði í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  2 Breiðablik

„Ég er fyrst og fremst gríðarlega stoltur og ánægður með stelpurnar í þessum leik, þær vildu þetta stig svo sannarlega og fengu það svo í lokin með æðislegri vinnusemi og baráttu, þær misstu aldrei trúna. Ég er virkilega ánægður með gott stig í dag."

Andri var ánægður með spilamennsku liðsins, sérstaklega í síðari hálfleik.

„Við vissum að við þurftum kannski að fara betur í grunnatriði spilamennskunar og það virkaði vel í seinni hálfleik, við áttum mjög góðan seinni hálfleik og það er rétt hjá þér, að lenda undir gegn Breiðablik er erfitt og hvað þá tvisvar og koma til baka í bæði skiptin. Eins og ég segi er ég gríðarlega ánægður með spilamennskuna og 'attituteið' hjá stelpunum í dag."

Arna Sif miðvörður spilaði síðustu mínúturnar í fremstu víglínu og var ógnandi, skilaði síðan jöfnunarmarkinu í lokin. Andri var ánægður með hana í kvöld.

„Oftar en ekki ber þetta árangur að setja hana uppá topp. Hún er stór og sterk stelpa, kann leikinn og það skapast alltaf hætta í kringum hana. Sem betur fer erum við líka með leikmenn í kringum hana sem geta svo hlaupið í kringum hana."

„Að sjálfsögðu er hún líka hættuleg í föstum leikatriðum og þetta var í eitt af þeim skiptum sem þetta virkaði og ég er mjög ánægður með hana þarna og ánægður fyrir hennar hönd að hafa skorað."
Athugasemdir
banner