mið 28. júlí 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney biður fjölskyldu sína og félag afsökunar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, stjóri Derby County, hefur beðist afsökunar á myndum af honum sem fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Myndir hafa gengið á samfélagsmiðlum undanfarna daga en á þeim er Rooney sofandi og óþekktar konur stilla sér upp við hlið hans. Á einni myndinni sést Rooney kyssa konu, en hann er giftur og með fjögur börn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rooney fer út á lífið og það fer úr böndunum.

Rooney bað fjölskyldu sína og félag sitt opinberlega afsökunar eftir 1-0 sigur á spænska félaginu Real Betis í æfingaleik í kvöld.

„Ég gerði mistök. Ég fór í einkateiti með tveimur vinum mínum. Ég vil biðja fjölskyldu mína og félagið afsökunar á þessum myndum sem eru í dreifingu," sagði Rooney.

Þetta hefur verið erfið vika fyrir Rooney. Í gær var sagt frá því að hann hefði meitt sinn eigin leikmann illa á æfingasvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner