Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 22:25
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Vestri vann Einherja - Deildinni skipt í þrjá úrslitariðla
Kvenaboltinn
Vestri vann síðasta leik sinn í tveggja umferða deild
Vestri vann síðasta leik sinn í tveggja umferða deild
Mynd: Vestri
Vestri 2 - 1 Einherji
0-1 Coni Adelina Ion ('13 )
1-1 Lára Ósk Albertsdóttir ('54 )
2-1 Dagmar Pálsdóttir ('88 )
Rautt spjald: Kristján Arnar Ingason , Vestri ('80)

Vestri vann Einherja, 2-1, í 12. umferð 2. deildar kvenna á Kerecis-vellinum á Ísafirði í dag.

Heimakonur lentu marki undir á 13. mínútu er Coni Ion skoraði fyrir Einherja.

Vestri kom með kraft inn í síðari hálfleikinn. Lára Ósk Albertsdóttir jafnaði metin á 54. mínútu og þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerði Dagmar Pálsdóttir sigurmarkið.

Þetta var annar sigur Vestra á tímabilinu en nú er tveggja umferða deild lokið.

Deildinni verður nú skipt í þrjá hluta. A, B og C-úrslit. 1. - 5. sæti fer í A-riðil, 6. - 9. sæti í B-riðil og 10. - 12. sæti í C-riðil.

Einherji hafnaði í 4. sæti og fer því í A-riðil en Vestri í 11. sæti og fer því í C-riðil.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner