Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   sun 28. júlí 2024 16:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Lucas skoraði sigurmarkið gegn lærisveinum Freysa
Mynd: Gent

Andri Lucas Guðjohnsen var hetjan þegar Íslendingaliðin Kortrijk og Gent mættust í fyrstu umferð belgísku deildarinnar í dag.


Hann skoraði eina mark leiksins eftir klukkutíma leik framhjá Patrik Sigurði Gunnarssyni í marki Kortrijk.

Andri var að spila annan keppnisleikinn sinn fyrir Gent og skoraði sitt fyrsta mark en hann gekk til liðs við félagið frá Lyngby. Þá var Patrik að spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir Kortrijk en hann gekk til liðs við félagið frá Viking í Noregi í sumar. Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk.

Valgeir Valgeirsson var í byrjunarliði Örebro sem tapaði 2-0 gegn Brage í næstefstu deild í Svíþjóð. Örebro er í 12. sæti með 17 stig eftir 16 umferðir. Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki í leikmannahópi Hacken sem vann 4-0 gegn Vesteras í efstu deild í Svíþjóð. Liðið er í 5. sæti með 27 stig eftir 17 umferðir.

Nóel Atli Arnórsson spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Álaborg þegar liðið vann 2-1 gegn Silkeborg í efstu deild í Danmörku. Álaborg er með þrjú stig eftir tvær umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner