Jurrien Timber varnarmaður Arsenal er kominn á fulla ferð eftir langvarandi meiðsli.
Þessi 23 ára gamli hollenski leikmaður gekk til liðs við Arsenal frá Feyenoord fyrir tæplega 40 milljónir punda síðasta sumar en meiddist illa í sínum fyrsta leik.
Hann kom við sögu í síðasta leik Arsenal gegn Everton á síðustu leiktíð. Hann hefur spilað um klukkutíma í báðum æfingaleikjum liðsins í sumar gegn Bournemouth og Man Utd.
„Hann er eins og nýr leikmaður fyrir okkur, stór viðbót í liðið. Hann er að komast í takt, hann missti auðvitað af stórum hluta síðasta árið eða svo. Horfðu bara á hann, pressuna hjá honum, stjórnina og þessa ró," sagði Mikel Arteta.
Athugasemdir