Klukkan 19:15 í kvöld fá Víkingar HK-inga í heimsókn í Bestu deild karla. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 - 1 HK
Víkingar töpuðu seinasta deildarleik sínum gegn KA 1-0. Arnar Gunnlaugsson gerir fjórar breytingar á liðinu sínu frá þeim leik. Þeir Ingvar Jónsson, Sveinn Gísli Þorkelsson, Pablo Punyed og Nikolaj Hansen koma inn í liðið fyrir þá Pálma Rafn Arinbjörnsson, Halldór Smára Sigurðsson, Viktor Örlyg Andrason og Matthías Vilhjálmsson. Matthías er ekki í leikmannahópi Víkings.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, gerir tvær breytinga á sínu liði frá 1-1 jafnteflinu gegn Vestra á dögnum. Þeir Stefán Stefánsson og Kristján Snær Frostason koma inn í liðið fyrir þá Arnar Frey Ólafsson og Atla Arnarson.
Arnar Freyr markvörður HK sleit hásin í síðasta leik. Hinn tvítugi Stefán ver mark HK í hans stað en Beitir Ólafsson er varamarkvörður.
Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
4. Oliver Ekroth (f)
6. Gunnar Vatnhamar
10. Pablo Punyed
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
Byrjunarlið HK:
12. Stefán Stefánsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason (f)
10. Atli Hrafn Andrason
10. Birnir Breki Burknason
21. Ívar Örn Jónsson
30. Atli Þór Jónasson

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |