Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 18:20
Matthías Freyr Matthíasson
Byrjunarlið Fram og Vals: Tvær breytingar hjá báðum liðum
Guðmundur Andri kemur inn í byrjunarlið Vals.
Guðmundur Andri kemur inn í byrjunarlið Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram tekur á móti Val í lokaleik 15. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu á Lambhagavellinum og hefst leikurinn kl. 19:15 og hafa liðin tilkynnt byrjunarliðin sín.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Valur

Fram vann góðan 1 - 0 sigur á KR í síðustu umferð. Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar á liði sínu. Inn koma þeir Magnús Þórðarson og Alex Freyr Hilmarsson. Tryggvi Snær Geirsson er ekki í hóp og Jannik Holmsgaard ekki heldur en þeir voru í byrjunarliðinu á móti KR.

Valur gerði 0 - 0 jafntefli á St. Mirren á síðastliðinn fimmtudag í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Arnar Grétarsson gerir einnig tvær breytingar frá leiknum á móti St. Mirren. Birkir Már Sævarsson og Guðmundur Andri Tryggvason koma inn í liðið og Jóntan Ingi og Sigurður Egill setjast á bekkinn. 


Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
19. Kennie Chopart
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson

Byrjunarlið Valur:
18. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Elfar Freyr Helgason
6. Bjarni Mark Duffield
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson (f)
Athugasemdir
banner
banner