Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 15:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Vestra og FH: Síðasti leikur Úlfs - Gustav snýr aftur eftir erfið meiðsli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri og FH eigast við í Bestu deildinni klukkan 16 í dag á Ísfirði en leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna þoku.


Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 FH

Það eru þrjár breytingar á liði Vestra. Fatai Gbadamosi kemur inn í liðið ásamt Andra Rúnari Bjarnasyni sem er búinn að jafna sig eftir veikindi og Gustav Kjeldsen er að koma til baka eftir hásinaslit.

Vladimir Tufegdzic og Silas Songani eru á bekknum en Toby King ekki í hóp en hann er orðaður í burtu frá félaginu.

Það er ein breyting á liði FH sem gerði 1-1 jafntefli gegn ÍA en Björn Daníel Sverrisson kemur inn í liðið fyrir Jóhann Ægi Arnarsson sem sest á bekkinn. Úlfur Ágúst Björnsson spilar sinn síðasta leik fyrir félagið í sumar en hann er á leið út í skóla.


Byrjunarlið Vestri:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
3. Elvar Baldvinsson
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde
9. Andri Rúnar Bjarnason
10. Tarik Ibrahimagic
11. Benedikt V. Warén
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Fall

Byrjunarlið FH:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Ísak Óli Ólafsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
90. Arnór Borg Guðjohnsen
Athugasemdir
banner
banner
banner