Riccardo Calafiori er að ganga til liðs við Arsenal en hann hittir nýju liðsfélagana í Bandaríkjunum í dag.
Calafiori er 22 ára gamall ítalskur varnarmaður en hann kláraði læknisskoðun hjá Arsenal í gær og verður staðfestur sem nýr leikmaður liðsins í dag en hann kemur frá Bologna.
Arsenal borgar um 40 milljónir punda fyrir hann.
Hann mun fljúga til Los Angeles í Bandaríkjunum í dag þar sem Arsenal er í æfingaferð. Arsenal lagði Man Utd í nótt en næsti leikur liðsins er gegn Liverpool á miðvikudagskvöldið.
Athugasemdir