Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Vona að Ederson verði áfram
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Englandsmeistara Manchester City, vonast til þess að halda brasilíska markverðinum Ederson áfram á næsta tímabili.

Félög í Sádi-Arabíu hafa verið í viðræðum við Manchester City og föruneyti Ederson síðustu mánuði.

Talið er líklegt að hann yfirgefi enska félagið í sumar en Guardiola sagði á miðvikudag að það ríkti mikil óvissa um framtíð Ederson sem á tvö ár eftir af samningi sínum.

Hann vonast þó til þess að halda Brasilíumanninum áfram hjá Man City.

„Ég vildi óska þess af öllu mínu hjarta að Eddie verði áfram hjá okkur. Ég myndi elska það að hafa hann áfram og get ekki ímyndað mér að við hefðum náð árangri síðustu leiktíða án hans. Hann er mikilvæg fígúra í búningsklefanum,“ sagði Guardiola við fjölmiðla.
Athugasemdir