Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 14:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jörgensen í læknisskoðun hjá Chelsea

Filip Jörgensen er á leið til Bandaríkjanna þar sem Chelsea er í æfingaferð en hann mun gangast undir læknisskoðun þar.


Þessi 22 ára gamli markvörður kemur til félagsins frá Villarreal en hann mun skrifa undir sex ára samning með möguleika á framlengiingu um ár til viðbótar.

Chelsea greiðir 24.5 milljón punda fyrir danska markvörðinn.

Jörgensen hefur verið í herbúðum Villarreal frá 2020 en var aðalmarkvörður liðsins á síðasta tímabili. Hann hefur leikið sex landsleiki fyrir u21 árs landslið Danmerkur en á einnig leiki fyrir yngri landslið Svíþjóðar.


Athugasemdir
banner