Leicester og Southampton, nýliðar í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, eru í leit af liðsstyrk fyrir tímabiliðen Ben Doak, sóknarmaður Liverpool, er á óskalista beggja félaga.
Doak mun seetjast niður meeð Arne Slot eftir undirbúningstímabilið og þá mun koma í ljós hvort hann fari frá félaginu á láni.
Þessi 18 ára gamli Skoti gekk til liðs við Liverpool árið 2022 frá Celtic og hefur leikið tíu leiki fyrir félagið.
Leicester hefur fengið fjóra leikmenn til sín í sumar, þá Issahaku Fatawu frá Sporting CP, Caleb Okoli frá Atalanta, Michael Golding frá Chelsea og Bobby De Cordova-Reid frá Fulham.
Southampton hefur verið mun duglegra á markaðinum en Adam Lallana, Taylor Harwood-Bellis og Charlie Taylor eru meðal þeirra sem hafa gengið til liðs við félagið í sumar.