Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mazraoui og De Ligt vilja fara til Man Utd - Liverpool og Tottenham á eftir Gyokeres
Powerade
Matthijs de Ligt
Matthijs de Ligt
Mynd: EPA
Victor Gyokeres
Victor Gyokeres
Mynd: EPA
Ben Doak
Ben Doak
Mynd: EPA
Joao Felix
Joao Felix
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Stútfullt af áhugaverðu slúðri sem BBC tók saman af öllum helstu miðlum heims.


Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips, 28, vill yfirgefa Man City fyrir fullt og allt en Everton og Aston Villa vilja fá hann á láni. (Football Insider)

Nígeríski framherjinn Kelechi Iheanacho, 27, er nálægt því að ganga til liðs við Sevilla eftir að samningur haans við Leicester rann út. (Sky í Þýskaland)

PSG er að vinna í því að fá Nico Williams, 22, vængmann Athletic Bilbao og spænska landsliðsins. (RMC)

Aston Villa vill fá brasilíska sóknarmanninn Raphinha, 27, frá Barcelona í sumar. (Football Insider)

Liverpool og Tottenham hafa blandað sér í baráttuna gegn Arsenal um sænska framherjann Viktor Gyokeres, 26, leikmann Sporting. (Football Insider)

Það er ekkert samkomulag milli Aston Villa og Atletico Madrid í höfn þar sem Villa hefur ekki sent inn formlegt tilboð í Joao Felix, 24. (Fabrizio Romano)

Villa vill að Atletico lækki verðið á Felix í 50-60 milljónir punda svo þeir haldi áfram að reyna að fá leikmanninn. (90 min)

Newcastle þarf að punga út 40 milljónum evra ef félagið vill fá þýska miiðvörðinn Malick Thiaw, 22, frá AC Milan (Gazzetta dello Sport)

Arsenal og Chelsea munu berjast um að fá argentíska framherjann Julian Alvarez, 24, frá Man City. (TeamTalk)

Arsenal mun snúa sér að því að fá Mikel Merino, 28, miðjumann spænska landsliðsins og Real Sociedad eftir að ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori, 22, verður orðinn leikmaður félagsins. (90 min)

Leicester City og Southampton munu hafa áhuga á Ben Doak, 18, sóknarmanni Liverpool ef félagið vill senda hann á lán. (The Athletic)

Manchester United og Bayern Munchen eru í viðræðum varðandi hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt, 24, og marrokkóska varnarmanninn Nousair Mazraoui, 26, en báðir vilja fara til Man Utd. (Florian Plettenberg)

Liverpool hefur enn áhuga á enska miðjumanninum Anthony Gordon, 23, en Newcastle vill halda honum. (Sunday World)

Girona og Tottenham eru að ganga frá samningum varðandi spænska framherjann Bryan Gil, 23, sem er á leið til spænska félagsins á láni til að byrja með. (Fabrizio Romano)

Franski miðvörðurinn Jean Clair-Todibo vill fara til Juventus frá Nice en umboðsmaðurinn hans er á Ítalíu í viðræðum við Juventus. (Sky Sports á Ítalíu)


Athugasemdir
banner
banner