Ítalska félagið Napoli er að undirbúa tilboð í Billy Gilmour, miðjumann Brighton á Englandi.
Á dögunum sagði blaðamaðurinn Matteo Moretto frá því að Brighton hefði hafnað fyrsta tilboði Napoli í Gilmour upp á átta milljónir punda.
Napoli stefnir á að leggja fram nýtt tilboð í skoska miðjumanninn en Antonio Conte, nýr þjálfari liðsins, vill ólmur fá Gilmour til félagsins.
Gilmour, sem er 23 ára gamall, er sagður spenntur fyrir hugmyndinni að spila fyrir Napoli.
Miðjumaðurinn hefur spilað 58 leiki fyrir Brighton á tveimur tímabilum sínum þar og lagt upp fjögur mörk.
Áður var hann á mála hjá Chelsea, en hann lék með unglingaliði félagsins er Conte var stjóri félagsins.
Athugasemdir