Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 16:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nýr leikmaður Bayern fótbrotnaði í jafntefli gegn D-deildarliði
Mynd: FC Bayern

Bayern spilaði annan æfingaleik sinn í sumar í dag þegar liðið mætti þýska D-deildarliðinu Duren.


Duren var með 1-0 forystu í hálfleik en hinn 18 ára gamli Nestory Irankunda jafnaði metin fyrir Bayern og þar við sat. Leikmenn á borð við Kim Min-jae, Eric Dier, Mathys Tel, Serge Gnabry og Noussair Mazraoui tóku þátt í leiknum.

Mazraoui hefur verið orðaður í burtu frá félaginu en hann og miðvörðinn Mathijs de Ligt hafa verið orðaðir við Man Utd. De Ligt var ekki í leikmannahópnum í dag.

Bayern varð fyrir áfalli snemma leiks en japanski miðjumaðurinn Hiroki Ito fótbrotnaði og verður væntanlega lengi frá. Þessi 25 ára gamli japanski landsliðsmaður gekk til liðs við félagið frá Stuttgart í sumar.

Ljóst er að Bayern þarf að styrkja miðvarðarstöðuna ef De Ligt fer en Jonathan Tah, miðvörður Leverkusen hefur verið sterklega orðaður við félagið.


Athugasemdir
banner