Enzo Maresca, stjóri Chelsea, telur það ólíklegt að spænski sóknarmaðurinn Marc Guiu verði lánaður út fyrir tímabilið en þetta sagði hann í gær.
Guiu er 18 ára gamall framherji sem kom til Chelsea frá Barcelona fyrir 6 milljónir evra í sumar.
Hann hefur spilað með Chelsea í byrjun undirbúningstímabilsins og mun gera það áfram.
„Hugmyndin með Marc Guiu og hina ungu leikmennina er að skoða þá og ákveða svo hvort þeir verði lánaðir út. Í augnablikinu verður Marc áfram og er ekki að fara neitt,“ sagði Maresca í gær.
Guiu hefur spilað báða leiki Chelsea á undirbúningstímabilinu, en í fyrri leiknum gerði liðið 2-2 jafntefli við Wrexham og þá tapaði það fyrir Celtic í gær, 4-1.
Athugasemdir