Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 22:05
Brynjar Ingi Erluson
Ólympíuleikarnir: Ellefu marka dramatík hjá Ástralíu og Sambíu - Putellas hetja Spánverja
Kvenaboltinn
Kanadíska kvennalandsliðið á enn möguleika á að komast áfram í úrslitakeppni Ólympíuleikanna eftir að hafa unnið Frakkland, 2-1, með dramatísku sigurmarki seint í uppbótartíma í annarri umferð í riðlakeppninni í dag. Alexia Putellas var þá hetja Spánverja sem unnu Nígeríu, 1-0. Ástralía vann þá ótrúlegan 6-5 sigur á Sambíu í B-riðli.

Í A-riðli vann Kólumbía 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi. Marcela Restrepo og Leicy Santos skoruðu mörk Kólumbíu í leiknum.

Kanada heldur í vonina um að komast upp úr riðlinum en liðið vann dramatískan 2-1 sigur á Frökkum.

Sex stig voru dregin af Kanada eftir að þjálfarateymi Kanada sendi njósnadróna á æfingu hjá Nýja-Sjálandi. Þrír þjálfarar voru dæmdir í eins árs bann, en liðið sjálft neitar að gefast upp.

Marie-Antoinette Katoto kom Frökkum yfir á 42. mínútu en í síðari tókst Kanada að snúa við taflinu. Jessie Fleming jafnaði metin á 58. mínútu áður en Vanessa Gilles gerði dramatískt sigurmark á tólftu mínútu í uppbótartíma.

Kólumbía er efst í A-riðli með 3 stig eins og Frakkar sem eru í öðru sæti. Kanada er í 3. sæti án stiga eins og Nýja-Sjáland sem er á botninum.

Í B-riðli unnu Bandaríkin 4-1 sigur á Þýskalandi. Sophia Smith skoraði tvö fyrir bandaríska liðið og þá komust Mallory Swanswon og Lynn Williams einnig á blað. Giulia Gwinn gerði eina mark Þjóðverja. Bandaríkin eru því komin í 8-liða úrslit.

Ótrúleg úrslit voru í hinum leik riðilsins en þar vann Ástralía 6-5 sigur á Sambíu.

Sambía leiddi 4-2 í hálfleik. Barbra Banda gerði þrennu fyrir Sambíu og Racheal Kundananji eitt. Kundananji bætti við öðru snemma í síðari hálfleiknum og héldu Sambíukonur að þetta væri komið, en Ástralía tókst að koma til baka á einhvern ótrúlegan hátt.

Ngambo Musole skoraði sjálfsmark tveimur mínútum síðar og þá jafnaði Stephanie Catey metin með tveimur mörkum á þrettán mínútna kafla.

Michelle Heyman gerði sigurmarkið undir lok leiks og 6-5 sigur Ástralíu staðreynd.

Bandaríkin eru í efsta sæti riðilsins með 6 stig, Þýskaland í öðru með 3 stig, Ástralía í 3. sæti með 3 stig og Sambía á botninum án stiga.

Í C-riðli unnu Spánverjar 1-0 sigur á Nígeríu. Alexia Putellas, fyrrum besta fótboltakona heims, gerði sigurmarkið á 85. mínútu leiksins og kom Spánverjum áfram í 8-liða úrslit.

Japan vann þá dramatískan 2-1 sigur á Brasilíu. Japanska liðið lenti undir á 56. mínútu er Jheniffer skoraði fyrir brasilíska liðið, en í uppbótartíma gerðu Japanar tvö mörk. Saki Kumagai skoraði úr víti áður en Momoko Tanikawa gerði sigurmarkið fjórum mínútum síðar.

Spánn er á toppnum með 6 stig, Japan í öðru með 3 stig, Brasilía í þriðja sæti með 3 stig og Nígería án stiga á botninum.
Athugasemdir
banner
banner