Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
PSG gengur frá kaupum á Neves í næstu viku
Franska félagið Paris Saint-Germain mun ganga frá kaupum á portúgalska miðjumanninum Joao Neves í næstu viku.

PSG og Benfica hafa átt í viðræðum um kaup og sölu á Neves síðustu vikur.

Viðræðurnar eru komnar á lokastig en kaupverðið er rúmar 70 milljónir evra og þá fær Benfica líklegast Renato Sanches með í skiptunum.

Neves er 19 ára gamall og talinn með efnilegustu miðjumönnum Evrópu, en hann hefur þegar fest sæti sitt í liði Benfica og í portúgalska landsliðshópnum.

Gert er ráð fyrir að hann verði kynntur hjá PSG í næstu viku en þar hittir hann nokkra félaga í portúgalska landsliðinu.

Nuno Mendes, Vitinha og Danilo Pereira eru allir á mála hjá félaginu, en þeir voru einmitt allir í portúgalska landsliðinu sem spilaði á Evrópumótinu í sumar.
Athugasemdir
banner