Franski miðvörðurinn Raphael Varane er formlega genginn í raðir ítalska félagsins Como á frjálsri sölu en hann skrifaði undir tveggja ára samning í dag.
Varane er 31 árs gamall og var síðast á mála hjá Manchester United en hann yfirgaf félagið eftir síðasta tímabil.
Áður spilaði hann í sigursælu liði Real Madrid þar sem hann vann Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum.
Síðustu vikur hefur hann átt í viðræðum við Como og var gengið frá samningum í dag. Hann er til tveggja ára með möguleika á að framlengja hann um annað ár.
Á komandi tímabili mun Como spila í Seríu A og það í fyrsta sinn í 23 ár.
Cesc Fabregas var á dögunum ráðinn aðalþjálfari liðsins en á síðasta tímabili var hann aðstoðarmaður Osian Roberts er liðið kom sér upp í A-deildina.
Como hefur þegar fengið þá Alberto Moreno, Pepe Reina, Andrea Belotti og Alberto Dossena, svo einhver nöfn séu nefnd.
Como 1907 is thrilled to announce the signing of French defender @raphaelvarane from Manchester United on a two year deal with an option to extend. pic.twitter.com/AcaVatSNcS
— Como1907 (@Como_1907) July 28, 2024
Athugasemdir