Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 15:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Kongsvinger 
Róbert Orri klárar tímabilið í Noregi (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Róbert Orri Þorkelsson mun klára tímabilið hjá Kongsvinger í Noregi en hann er á láni frá kanadíska liðinu CF Montreal.


Hann gerði þriggja mánaða lánssamning við Kongsvinger í apríl en félagið hefur staðfest að hann verði hjá félaginu út tímabilið.

„Ég er mjög ánægður að vera áfram. Ég kann vel við mig hérna, kann vel við leikmennina og þjálfarana. Markmiðið mitt var að koma hingað og spila 90 mínútur í hverri viku og það hefur gengið. Ég hef ekki verið í meiðslavandræðum og er að njóta mín á vellinum. Ég vil hjálpa Kongsvinger upp í efstu deild og vonandi tekst okkur það," sagði Róbert Orri.

Róbert hefur verið fastamaður í liðinu sem er í 6. sæti í næst efstu deild í Noregi með 26 stig eftir 16 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner