Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Shoretire nær munnlegu samkomulagi við PAOK
Shola Shoretire, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur náð munnlegu samkomulagi við gríska félagið PAOK, en þetta segir Fabrizio Romano á X:

Framherjinn yfirgaf Manchester United í sumar eftir að samningur hans við félagið rann út.

Hann hefur verið að skoða tilboð síðustu daga og hefur nú náð munnlegu samkomulagi við gríska meistaraliðið PAOK.

Félög á Englandi, Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu höfðu áhuga á Shoretire sem ákvað hins vegar að taka tilboði PAOK.

Gert er ráð fyrir því að hann verði kynntur hjá félaginu á næstu dögum.

Shoretire, sem er tvítugur, lék fimm leiki á þremur tímabilum sínum með aðalliði United.
Athugasemdir
banner