Englendingurinn Emile Smith Rowe var ekki í hóp hjá Arsenal í æfingaleik liðsins gegn Manchester United í Bandaríkjunum í nótt, en hann er að ganga í raðir Fulham.
Fulham hefur átt í viðræðum við Arsenal síðustu daga vegna Smith Rowe og eru þær viðræður komnar langt á veg.
Hann var ekki í hópnum gegn United í nótt og má því áætla að hann sé að nálgast Fulham.
Samkvæmt Fabrizio Romano verður hann orðinn nýr leikmaður Fulham í vikunni, en Mikel Arteta, stjóri félagsins, hefur staðfest að eitthvað sé í pípunum.
„Já, það eru hlutir að gerast bak við tjöldin,“ sagði Arteta.
Fulham mun greiða um 35 milljónir punda fyrir Smith Rowe sem gerir hann að dýrasti leikmanni í sögu félagsins.
Athugasemdir