Nýliðar Southampton eru að festa kaup á sóknarmanninum Ben Brereton Diaz frá Villarreal en þetta herma heimildir Sky Sports.
Southampon kom sér upp í ensku úrvalsdeildina með því að vinna Leeds í úrslitaleik B-deildarumspilsins á síðustu leiktíð.
Félagið hefur verið að vinna að því að styrkja hópinn fyrir komandi leiktíð og er það nú að ganga frá kaupum á öflugum sóknarmanni.
Samkvæmt Sky hefur félagið náð samkomulagi við Villarreal um kaup á Brereton Diaz.
Kaupverðið er 6,5 milljónir punda og mun hann gangast undir læknisskoðun á næstu dögum.
DIaz, sem er fæddur í Stoke-on-Trent á Englandi, hefur spilað með Nottingham Forest og Blackburn Rovers.
Á síðasta ári gekk hann í raðir Villarreal frá Blackburn, en var síðan lánaður síðari hluta tímabilsins til Sheffield United.
Hann á 33 A-landsleiki að baki fyrir landslið Síle og hefur skorað 7 mörk.
Athugasemdir