Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 17:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stefán Ingi nældi í gríðarlega mikilvægt víti í frumrauninni
Mynd: Sandefjord

Stefán Ingi Sigurðarson gekk til liðs við Sandefjord í Noregi á dögunum og hann spilaði sinn fyrsta leik í dag þegar liðið tók á móti Haugesund.


Þetta var svakalegur leikur í fallbaráttunni en Sandefjord var 3-1 yfir í hálfleik. Haugesund tókst að jafna metin stuttu eftir að Stefán Ingi kom inn á sem varamaður.

Seint í uppbótatíma nældi Stefán Ingi í vítaspyrnu og Eman Markovic skoraði úr henni og tryggði Sandefjord ótrúlegan 4-3 sigur. Anton Logi Lúðvíksson lék fyrri hálfleikinn í liði Haugesund. Sandefjord er á botninum með 16 stig eftir 16 umferðir en Haugesund er tveimur sætum ofar með 17 stig eftir 15 umferðir.

Logi Tómasson lék allan leikinn þegar Stromsgodset tapaði 2-0 gegn Odd. Stromsgodset er í 8. sæti með 19 stig eftir 16 umferðir en Odd er í næst neðsta sæti með 17 stig eftir 17 umferðir.

Hilmir Rafn Mikaelsson spilaði 75 mínútur þegar Kristiansund gerði markalaust jafntefli gegn Tromsö. Kristiansund er í 9. sæti með 18 stig eftir 16 umferðir.


Stöðutaflan Noregur Noregur - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bodö/Glimt 30 18 8 4 71 31 +40 62
2 SK Brann 30 17 8 5 55 33 +22 59
3 Viking FK 30 16 9 5 61 39 +22 57
4 Rosenborg 30 16 5 9 52 39 +13 53
5 Molde 30 15 7 8 64 36 +28 52
6 Fredrikstad 30 14 9 7 39 35 +4 51
7 Stromsgodset 30 10 8 12 32 40 -8 38
8 KFUM Oslo 30 9 10 11 35 36 -1 37
9 Sarpsborg 30 10 7 13 43 55 -12 37
10 Sandefjord 30 9 7 14 41 46 -5 34
11 Kristiansund 30 8 10 12 32 45 -13 34
12 Ham-Kam 30 8 9 13 34 39 -5 33
13 Tromso 30 9 6 15 34 44 -10 33
14 Haugesund 30 9 6 15 29 46 -17 33
15 Lillestrom 30 7 3 20 33 63 -30 24
16 Odd 30 5 8 17 26 54 -28 23
Athugasemdir
banner