Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 13:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stefán Teitur fær lof fyrir frammistöðuna gegn Fiorentina
Mynd: Preston

Stefán Teitur Þórðarson hefur fengið mikið lof frá stuðningsmönnum Preston eftir frammistöðu sína í sigri gegn Fiorentina í æfingaleik í gær.


Stefán Teitur var í byrjunarliðinu í 2-1 sigri en hann spilaði rúmlega 70 mínútur.

Hann fékk sjö í einkunn frá Lancashire Post fyrir frammistöðu sína. „Hann var öruggur, honum virtist líða vel í hvert sinn sem hann var á boltanum," segir í umfjöllun Lancashire Post.

„Þórðarson var stórkostlegur í dag," skrifaði einn stuðningsmaður á X.

„Besti leikur Preston sem ég hef séð í marga mánuði. Héldu boltanum gangandi um allan völl. Þórðarson og Greenwood voru sérstaklega góðir," skrifaði annar.


Athugasemdir
banner