Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 10:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Fórum varlega með Yoro

Manchester United tapaði í æfingaleik gegn Arsenal í Bandaríkjunum í nótt en liðið missti tvo leikmenn af velli vegna meiðsla í leiknum.


Rasmus Höjlund og nýjasti leikmaður liðsins, Leny Yoro, þurftu að fara af velli í fyrri hálfleik.

Erik ten Hag tjáði sig um meiðsli leikmanna eftir leikinn en óljóst er enn hversu alvarleg meiðslin eru.

„Það er of snemmt að segja til um meiðslin, við verðum að bíða í sólarhring í viðbót, þá vitum við vonandi meira. Við fórum varlega með Leny þar sem hann tók bara 50 prósent þátt í æfingunum. Það er svekkjandi að hann þurfti að fara út af en verum jákvæð og sjáum til hvað gerist," sagði Ten Hag.


Athugasemdir
banner
banner