Spænska karlalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri varð Evrópumeistari í dag eftir að hafa unnið Frakkland, 2-0, í úrslitum í Belfast í Norður-Írlandi. Þetta er í tólfta sinn sem Spánn vinnur mótið.
Í gær unnu spænsku stelpurnar mótið í sama aldursflokki en það var í þriðja sinn í röð sem þær fagna sigri á EM.
Strákarnir gáfu því ekkert eftir í dag. Iker Bravo, leikmaður Real Madrid, skoraði fyrra mark Spánverja undir lok fyrri hálfleiksins og bætti Assane Diao, leikmaður Real Betis, við öðru rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Frakkar spiluðu síðustu mínútur leiksins manni færri eftir að varnarmaðurinn Yoni Gomis fékk að líta rauða spjaldið.
Spánverjar héldu út og unnu mótið í tólfta sinn í sögunni, en engin þjóð hefur unnið það oftar.
Spænsku landsliðin hafa átt ótrúlegt sumar. A-landslið karla varð Evrópumeistari eftir sigur á Englendingum á dögunum og þá vann U17 kvenna EM í maí. U19 kvenna fylgdi því á eftir með sigri á Hollendingum í gær og settu strákarnir kirsuberið á rjómann í kvöld.
? #EURO2024
— UEFA U19 EURO (@UEFAUnder21) July 28, 2024
? #U19EURO
? #WU19EURO
It's been an incredible summer for Spain ???????? pic.twitter.com/rSC97B0t5v
Athugasemdir