Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 17:37
Brynjar Ingi Erluson
Vilja fá Alexander-Arnold og Davies á frjálsri sölu á næsta ári
Fer Alexander-Arnold til Real Madrid?
Fer Alexander-Arnold til Real Madrid?
Mynd: EPA
Spænska félagið Real Madrid er sagt vinna að því að sannfæra þá Alphonso Davies og Trent Alexander-Arnold um að koma til félagsins á næsta ári, þegar samningur beggja rennur út hjá Bayern München og Liverpool.

Alexander-Arnold gegnir stóru hlutverki í liði Liverpool og gert það síðustu sjö ár eða svo.

Hann er 25 ára gamall hægri bakvörður sem getur einnig spilað á miðsvæðinu, en framtíð hans hjá Liverpool er í óvissu.

Englendingurinn á eitt ár eftir af samningi sínum og er hann að hugsa sér til hreyfings, en Real Madrid er sagt vinna að því að fá hann til félagsins á frjálsri sölu á næsta ári.

Þetta segir blaðamaðurinn Matteo Moretto en hann segir að Madrídingar séu einnig að vinna að því að fá Davies frá Bayern München með sama hætti.

Davies er 23 ára gamall og getur spilað allar stöður vinstra megin á vellinum. Síðustu ár hefur hann verið með bestu bakvörðum heims, en kanadíski landsliðsmaðurinn hefur reglulega verið orðaður við Real Madrid síðasta árið.

Bayern hefur þó ekki gefið upp von og mun reyna allt til að halda honum, sama á við um Alexander-Arnold og Liverpool. Það verður því áhugavert að fylgjast með framvindu mála.
Athugasemdir
banner
banner