Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 28. júlí 2024 14:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vilja fá Neres til að taka við af Lindström
Lindström gekk til liðs við Everton á dögunum
Lindström gekk til liðs við Everton á dögunum
Mynd: Everton

Napoli er í leit af leikmanni í staðin fyrir Jesper Lindström sem gekk til liðs við Everton á dögunum.


Ítalski miðillinn Corriere dello Sport greinir frá því að Napoli vilji fá David Neres frá Benfica. Hann er metinn á um 25 milljónir evra.

Antonio Conte er að vinna í því að styrkja hópinn fyrir komandi átök í ítölsku deildinni en liðið náði alls ekki góðum árangri á síðustu leiktíð þegar liðið endaði í 10. sæti en Napoli vann ítölsku deildina fyrir tveimur árum.

Billy Gilmour miðjumaður Brighton er einnig orðaður við Napoli ásamt Marco Brescianini leikmaður Frosinone.


Athugasemdir
banner
banner
banner