mán 28. september 2020 08:51
Magnús Már Einarsson
Man Utd undirbýr lokatilboð í Sancho
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Joshua King.
Joshua King.
Mynd: Getty Images
Vika er í að félagaskiptaglugginn loki og ensku slúðurblöðin eru áfram með fullt af slúðri.



Manchester United hefur rætt við umboðsmenn N'Golo Kante (29) um að koma til félagsins frá Chelsea. Kante er með 300 þúsund pund í laun á viku hjá Chelsea og þyrfti að lækka laun sín til að fara til United. (Mirror)

Manchester United er einnig að undirbúa lokatilboð sitt upp á 90 milljóna punda í Jadon Sancho (20) hjá Borussia Dortmund en félagið hefur misst af bæði Gareth Bale og Jack Grealish (Mail)

PSG hefur verið í sambandi við Chelsea um að fá Jorginho (28) á láni. (Mail)

Lazio gæti reynt að fá miðjumennina Juan Mata (32) og Andreas Pereira (24) frá Manchester United. (Sun)

Joshua King (28), framherji Bournemouth, er á óskalista Tottenham. (Telegraph)

Tottenham er að reyna að fá Haris Seferovic (28) framherja Benfica. (Football Insider)

Ruben Dias (23) varnarmaður Benfica er á leið til Manchester City. Eric Garcia (19) varnarmaður Manchester City gæti þá farið til Barcelona. (Sport)

Aston Villa hefur lagt fram níu milljóna punda tilboð í Victor Nelsson (21) varnarmann FC Kaupmannahafnar. (Ekstra Bladet)

AC Milan er í viðræðum við Tottenham um kaup á hægri bakverðinum Serge Aurier (27) en félagið hefur einnig spurst fyrir um Max Aarons (20) hægri bakvörð Norwich. (Mail)

Pierre-Emerick Aubameyang (31) framherji Arsenal segist hafa hafnað Barcelona og fleiri félögum áður en hann gerði nýjan samning við skytturnar. (Metro)

Leicester vill fá Gleison Bremer (23) miðvörð Torino en hann er einnig á óskalista Everto. (football Insider)

Barcelona hefur ekki lengur áhuga á Lautaro Martinez (23) framherja Inter. (Calciomercato)

Manchester City hefur boðið Barcelona að fá Oleksandr Zinchenko (23). (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner