Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. september 2022 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hummel með yfirlýsingu: Viljum ekki vera sýnileg á mótinu
Danska landsliðið þykir líklegt til afreka á HM.
Danska landsliðið þykir líklegt til afreka á HM.
Mynd: EPA
Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel hefur sent frá sér yfirlýsingu út af nýjum landsliðsbúningi Danmerkur.

Hummel var að opinbera nýjan landsliðsbúning sem danska landsliðið á að spila í á HM í Katar í vetur.

Þeir segja að merkingin með búningnum sé tvíþætt. Annars vegar sækir hann innblástur sinn frá liðinu sem fór með sigur af hólmi 1992. Þá er búningnum líka ætlað að vera notaður í mótmælaskyni fyrir mótið.

„Þess vegna er dregið úr öllum smáatriðum á þessum nýja búningi, þar á meðal merkinu okkar. Við viljum ekki vera sýnileg á móti sem hefur kostað þúsundir manns líf sitt. Við styðjum danska landsliðið alla leið, en við styðjum það ekki að Katar fái að halda mótið," segir í yfirlýsingu Hummel.

Mannréttindi og aðbúnaður farandverkamanna í Katar hafa verið gagnrýnd harðlega í aðdraganda HM. Fjölmargir hafa látið lífið í Katar frá því þau tíðindi bárust að mótið yrði haldið þar í landi. Það hafa verið fréttir um það að verkamenn séu að vinna lengi í miklum hita án þess að fá nægilega mikið magn af mat og vatni.


Athugasemdir
banner
banner