banner
   mið 28. september 2022 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Verið að sópa rasisma undir teppið - „Enginn öskrar nógu hátt"
Mynd: Getty Images

Richarlison varð fyrir kynþáttaníð í gær þegar banana var kastað í átt að honum þegar hann fagnaði marki í 5-1 sigri brasilíska landsliðsins á Túnis.


Landi hans, Vinicius Jr. leikmaður Real Madrid hefur verið fyrir miklu aðkasti undanfarnar vikur en hann fékk að líta gula spjaldið fyrir að fagna með dansi í leik gegn erkifjendunum í Atletico.

Leikmenn út um allan heim sýndu honum samstöðu með því að dansa í leikjum sinna liða.

Stuðningsmenn sem eru fundnir sekir um kynþáttaníð refsingu en Rio Ferdinand fyrrum leikmaður Manchester United vill að menn fái harðari refsingar.

„Það er bara verið að sópa rasisma undir teppið. Enginn öskrar nógu hátt, hvorki leikmenn, félög eða sambönd geta staðið nógu hátt nógu lengi, það er niðurdrepandi. Börnin manns vakna og segja, "Pabbi, sástu þetta atvik þar sem banana var kastað í átt að Richarlison?" Þetta er klikkun," sagði Ferdinand.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner