Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
banner
   fim 28. september 2023 19:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Napoli gefur út yfirlýsingu vegna Osimhen - „Hann er fjársjóður fyrir félagið"
Mynd: Getty Images
Allt fór svo í háaloft út af TikTok myndböndum á reikningi Napoli á dögunum. Þar var gert grín að Osimhen sem eyddi á Instagram kjölfarið út myndum af sér í Napoli treyjunni.

Napoli hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins.

„Napoli vill benda á að félagið ætlaði aldrei að móðga eða gera grín að Victor Osimhen, hann er fjársjóður fyrir félagið. Til sönnunar þá hafnaði félagið öllum tilboðum í framherjann í sumar," segir í yfirlýsingunni.

„Samfélagsmiðlar, sérstaklega TikTok, hefur alltaf notað svipmikið tjáningarform með léttleika og sköpunargáfu, án þess að ætla sér, eins og í þessu tilfelli, að móðga. Ef Victor skynjaði eitthvað brot í garð hans, þá var þetta ekki það sem félagið ætlaði sér."

Osimhen skoraði eitt mark í 4-1 sigri Napoli gegn Udinese í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner