Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   fim 28. september 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Osimhen mun ekki framlengja og yfirgefur félagið við fyrsta tækifæri“
Victor Osimhen
Victor Osimhen
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Nígeríski framherjinn Victor Osimhen hefur tekið ákvörðun um að fara frá ítalska félaginu Napoli eftir að það gerði grín að honum á TikTok, en þetta segir nígeríski blaðamaðurinn Oma Akatugba.

Osimhen lenti upp á kant við Rudi Garcia, þjálfara Napoli, eftir að honum var skipt af velli í markalausa jafnteflinu við Bologna.

Framherjinn baðst í kjölfarið afsökunar á framferði sínu og virtist í blóma, eða þangað til Napoli deildi tveimur myndböndum á TikTok þar sem það gerði grín að leikmanninum.

   26.09.2023 23:38
Napoli gerði grín að Osimhen á TikTok og íhugar hann nú að fara í mál - „Þetta er galið“


Umboðsmaður Osimhen sagði þetta athæfi óásættanlegt og að nú væri leikmaðurinn að íhuga að kæra félagið.

Leikmaðurinn var í viðræðum um að framlengja samning sinn við Napoli áður en þetta atvik kom upp, en það er ekki lengur möguleiki á því. Þá hefur hann eytt myndum af sér í Napoli-treyjunni á Instagram.

   27.09.2023 09:50
Osimhen eyddi út myndum af sér í Napoli treyjunni


Nígeríski blaðamaðurinn Oma Akatugba segir að Osimhen hafi tekið ákvörðun um að fara, en Akatugba er einnig góður vinur Osimhen.

„Það er ótrúlegt að félagið þitt gerir grín að þér fyrir að klúðra víti. Ásetningurinn var ekki rasískur, en þetta er samt óásættanlegt. Niðurstaðan er sú að hann mun ekki framlengja og mun fara við fyrsta tækifæri,“ sagði Akatugba.
Athugasemdir
banner
banner
banner