Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   sun 28. september 2025 15:43
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Markvörðurinn kom Freiburg til bjargar í lokin
Mynd: EPA
Freiburg 1 - 1 Hoffenheim
1-0 Lukas Kubler ('3 )
1-1 Fisnik Asllani ('13 )

Freiburg og Hoffenheim skildu jöfn, 1-1, í 5. umferð þýsku deildarinnar í Freiburg í dag.

Bæði mörk leiksins komu á fyrstu stundarfjórðungnum, en það var Lukas Kubler sem kom Freiburg yfir á 3. mínútu er hann potaði boltanum í netið eftir vel útfærða hornspyrnu.

Fisnik Asllani jafnaði tíu mínútum síðar með skoti af stuttu færi eftir skyndisókn gestanna.

Færunum fækkaði eftir mörkin og var það ekki fyrr en undir lok leiks sem Hoffenheim gat stolið öllum stigunum en Noah Atubolu, markvörður Freiburg, varði frábærlega í tvígang.

Freiburg er í 7.sæti með 7 stig en Hoffenheim í 9. sæti með jafnmörg stig en slakari markatölu.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 5 5 0 0 22 3 +19 15
2 Dortmund 5 4 1 0 11 3 +8 13
3 RB Leipzig 5 4 0 1 7 7 0 12
4 Eintracht Frankfurt 5 3 0 2 17 13 +4 9
5 Leverkusen 5 2 2 1 10 8 +2 8
6 Köln 5 2 2 1 10 8 +2 8
7 Freiburg 5 2 1 2 9 9 0 7
8 St. Pauli 5 2 1 2 8 8 0 7
9 Stuttgart 5 2 1 2 6 6 0 7
10 Hoffenheim 5 2 1 2 9 11 -2 7
11 Union Berlin 4 2 0 2 8 11 -3 6
12 Wolfsburg 5 1 2 2 7 7 0 5
13 Mainz 5 1 1 3 5 6 -1 4
14 Werder 5 1 1 3 8 14 -6 4
15 Hamburger 4 1 1 2 2 8 -6 4
16 Augsburg 5 1 0 4 8 12 -4 3
17 Heidenheim 5 1 0 4 4 10 -6 3
18 Gladbach 5 0 2 3 5 12 -7 2
Athugasemdir
banner
banner