Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   sun 28. september 2025 15:25
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Dómarinn tók tvær vítaspyrnur af Udinese - Fiorentina enn án sigurs
Sassuolo vann sigur á Udinese
Sassuolo vann sigur á Udinese
Mynd: EPA
Albert og félagar eru enn án sigurs
Albert og félagar eru enn án sigurs
Mynd: EPA
Þremur leikjum er lokið í 5. umferð Seríu A á Ítalíu, en Roma og Sassuolo unnu góða sigra á meðan Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina gerðu óvænt markalaust jafntefli við Pisa.

Sassuolo vann Udinese, 3-1, í fyrsta leik dagsins, en það voru mörg umdeild atvik í þeim leik.

Udinese átti tvö frábær færi í byrjun leiks áður en Sassuolo tók óvænta forystu er Armand Lauriente skoraði með laglegu innanfótarskoti úr teignum.

Fjórum mínútum síðar bætti Ismael Kone við öðru er hann mætti á ferðinni inn í teiginn, kom sér fram hjá varnarmanni og lagði boltann framhjá markverði Udinese og í netið.

Á 27. mínútu dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu á Sassuolo er Nicolo Zaniolo var sparkaður niður, en tók vítaspyrnudóminn til baka eftir að hafa skoðað atvikið aftur á skjánum.

Undir lok fyrri hálfleiks dæmdi dómarinn aftur vítaspyrnu á Udinese er Oumar Soulet féll í grasið með tilþrifum. VAR-skoðun sýndi að það var lítil sem engin snerting og aftur var ákvörðunin dregin til baka.

Keinan Davis minnkaði muninn fyrir Udinese í þeim síðari er hann hirti frákast í teignum en Sassuolo svaraði því með þriðja markinu sem drap leikinn. Það gerði Edoardo Ianonni með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri.

Sassuolo er komið með 6 stig og situr í 12. sæti en Udinese í 10. sæti með 7 stig.

Artem Dovbyk og Matias Soule sáu til þess að Roma tæki öll stigin gegn Hellas Verona. Dovbyk skoraði á 7. mínútu með skalla og skoraði síðan Argentínumaðurinn Soule annað markið seint í síðari hálfleiknum.

Roma er komið upp í annað sæti með 12 stig en Verona í 16. sæti með 3 stig.

Pisa og Fiorentina gerðu markalaust jafntefli í Pisa.

Albert Guðmundsson byrjaði í liði Fiorentina en náði ekki að finna sig frekar en liðsfélagar hans í sóknarleiknum. David De Gea, markvörður Fiorentina, var maður leiksins með 7,7 í einkunn á FotMob en Albert aðeins með 5,9. Moise Kean sem spilar með Albert í sókninni var með 6,1.

Fiorentina hefur aðeins náð í þrjú stig í fimm leikjum á þessari leiktíð og situr í 15. sæti.

Roma 2 - 0 Verona
1-0 Artem Dovbyk ('7 )
2-0 Matias Soule ('79 )

Pisa 0 - 0 Fiorentina

Sassuolo 3 - 1 Udinese
1-0 Armand Lauriente ('8 )
2-0 Ismael Kone ('12 )
2-1 Keinan Davis ('55 )
3-1 Edoardo Iannoni ('81 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 4 4 0 0 9 3 +6 12
2 Roma 5 4 0 1 5 1 +4 12
3 Juventus 5 3 2 0 9 5 +4 11
4 Inter 5 3 0 2 13 7 +6 9
5 Atalanta 5 2 3 0 10 4 +6 9
6 Milan 4 3 0 1 7 2 +5 9
7 Cremonese 5 2 3 0 6 4 +2 9
8 Como 5 2 2 1 6 4 +2 8
9 Cagliari 5 2 1 2 5 5 0 7
10 Udinese 5 2 1 2 5 8 -3 7
11 Bologna 4 2 0 2 3 3 0 6
12 Sassuolo 5 2 0 3 7 8 -1 6
13 Torino 4 1 1 2 1 8 -7 4
14 Lazio 4 1 0 3 4 4 0 3
15 Fiorentina 5 0 3 2 3 6 -3 3
16 Verona 5 0 3 2 2 8 -6 3
17 Genoa 4 0 2 2 2 4 -2 2
18 Pisa 5 0 2 3 3 6 -3 2
19 Parma 4 0 2 2 1 5 -4 2
20 Lecce 4 0 1 3 2 8 -6 1
Athugasemdir
banner