Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
banner
   sun 28. september 2025 19:48
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Jafnt í Berlín - Fabio Vieira sá rautt
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Union Berlin 0 - 0 Hamburger
0-0 Andrej Ilic ('10 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Fabio Vieira, Hamburger ('98)

Lokaleik dagsins er lokið í efstu deild þýska boltans, þar sem Union Berlin tók á móti Hamburger SV.

Heimamenn fengu dæmda vítaspyrnu snemma leiks en Andrej Ilic brenndi af svo staðan hélst markalaus.

Það var ekki mikið um færi í nokkuð bragðdaufri viðureign og var staðan enn markalaus í uppbótartíma, þegar portúgalski sóknartengiliðurinn Fabio Vieira fékk að líta beint rautt spjald fyrir hættuspark.

Vieira er hjá Hamburger á láni frá enska stórveldinu Arsenal.

Hvorugu liði tókst að skora í uppbótartímanum svo lokatölur urðu 0-0.

Union Berlin er með sjö stig eftir fimm umferðir. Hamburger er með fimm stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 5 5 0 0 22 3 +19 15
2 Dortmund 5 4 1 0 11 3 +8 13
3 RB Leipzig 5 4 0 1 7 7 0 12
4 Eintracht Frankfurt 5 3 0 2 17 13 +4 9
5 Stuttgart 5 3 0 2 7 6 +1 9
6 Leverkusen 5 2 2 1 10 8 +2 8
7 Köln 5 2 1 2 10 9 +1 7
8 Freiburg 5 2 1 2 9 9 0 7
9 St. Pauli 5 2 1 2 8 8 0 7
10 Hoffenheim 5 2 1 2 9 11 -2 7
11 Union Berlin 5 2 1 2 8 11 -3 7
12 Wolfsburg 5 1 2 2 7 7 0 5
13 Hamburger 5 1 2 2 2 8 -6 5
14 Mainz 5 1 1 3 5 6 -1 4
15 Werder 5 1 1 3 8 14 -6 4
16 Augsburg 5 1 0 4 8 12 -4 3
17 Heidenheim 5 1 0 4 4 10 -6 3
18 Gladbach 5 0 2 3 5 12 -7 2
Athugasemdir
banner