Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   sun 28. september 2025 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Fred afgreiddi Val með tvennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 2 - 0 Valur
1-0 Frederico Bello Saraiva ('22)
2-0 Frederico Bello Saraiva ('49)

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Valur

Fram tók á móti Val í efri hluta Bestu deildar karla og var mikið undir fyrir gestina frá Hlíðarenda þar sem þeir þurftu sigur til að halda í við Víking R. í titilbaráttunni.

Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill og lítið um færi en Fred Saraiva tókst að koma boltanum í netið þegar hann náði frákasti eftir að Ögmundur Kristinsson varði langskot aftur út í vítateiginn.

Valsmönnum tókst lítið að ógna og var staðan 1-0 í hálfleik. Fred tvöfaldaði svo forystuna í upphafi síðari hálfleiks með laglegu skoti frá vinstri vængnum sem endaði í fjærhorninu. Kennie Chopart átti góða sendingu á Fred.

Það lifnaði heldur betur í leiknum næstu mínúturnar eftir þetta mark þar sem Valur komst í tvígang nálægt því að minnka muninn á meðan Fred komst nálægt því að fullkomna þrennuna, en boltinn rataði ekki í netið.

Valsmenn juku pressuna því sem tók að líða á leikinn en áttu í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi. Þeir fengu mikið af hornspyrnum en aldrei tókst þeim að minnka muninn svo lokatölur urðu 2-0 fyrir Fram.

Valur er fjórum stigum á eftir toppliði Víkings, sem á leik til góða. Víkingur getur svo gott sem tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Stjörnunni í Garðabænum annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner