Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
banner
   sun 28. september 2025 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Saka ósáttur: Hvernig tók þetta svona langan tíma?
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bukayo Saka er kominn til baka úr meiðslum og var í byrjunarliði Arsenal sem heimsótti Newcastle United í spennandi slag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Newcastle leiddi eftir fyrri hálfleikinn en Arsenal náði að jafna á lokakaflanum og skora svo sigurmark undir blálokin.

„Það er ekkert betra heldur en að skora sigurmark undir lokin, ég er svo ánægður að ég á ekki til orð. Þetta er ótrúlegt," sagði Saka í viðtali að leikslokum. Hann var í byrjunarliðinu en var svo skipt af velli í síðari hálfleik.

„Það var mjög erfitt að horfa á lokamínúturnar frá bekknum, þar sem maður getur ekki haft nein áhrif á það sem er að gerast. En það er ekkert að óttast þegar maður er með svona góða liðsfélaga sem er hægt að treysta á. "

Í fyrri hálfleik féll Viktor Gyökeres til jarðar eftir samskipti við Nick Pope markvörð Newcastle. Jarred Gillett dæmdi vítaspyrnu en var sendur í skjáinn og skipti um skoðun útaf því að Pope náði lítilli snertingu á boltann áður en hann felldi Gyökeres. Það tók hann nokkrar mínútur að taka ákvörðun eftir að hafa verið sendur í skjáinn.

„Það er ýmislegt sem við getum talað um eftir þennan leik en ræðum aðeins um vítaspyrnuna. Í þessari deild notum við VAR til að leiðrétta augljós mistök dómara, en ég spyr mig hvernig það getur tekið dómarann svona langan tíma að breyta ákvörðuninni ef mistökin hans voru augljós?

„Svona ákvarðanir virðast alltaf falla gegn okkur en í dag fengum við sigurinn sem við áttum skilið svo við höldum kátir heim. Þetta skiptir þá ekki neinu máli lengur."


Sjáðu atvikið

   28.09.2025 16:04
Tók vítaspyrnu af Arsenal - Arteta brosti og hló

Athugasemdir
banner
banner