Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   sun 28. september 2025 17:46
Ívan Guðjón Baldursson
Gísli byrjaði í jafntefli - Frábær sigur hjá HamKam
Mynd: EPA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Gísli Gottskálk Þórðarson var í byrjunarliði Lech Poznan í 2-2 jafntefli gegn Jagiellonia í efstu deild pólska boltans í dag.

Gísli fékk að spila fyrsta klukkutíma leiksins og var skipt af velli í stöðunni 2-2. Poznan er í sjöunda sæti eftir jafnteflið, með 15 stig eftir 9 umferðir.

Í efstu deild í Noregi fékk Viðar Ari Jónsson að spila síðustu mínúturnar í frábærum 4-0 sigri HamKam gegn Rosenborg.

Gífurlega dýrmæt stig fyrir HamKam sem er í harðri fallbaráttu, tíu stigum á eftir Rosenborg.

Óskar Tor Sverrisson lék þá allan leikinn þegar Ariana tapaði gegn Trollhättan í þriðju efstu deild í Svíþjóð. Ariana er um miðja deild.

Þá var mikið af ónotuðum íslenskum varamönnum í leikjum dagsins. Í Hollandi var Kolbeinn Birgir Finnsson á bekknum í jafnteflisleik FC Utrecht, sem er með 10 stig eftir 7 umferðir. Brynjólfur Andersen Willumsson var þá ekki með í hóp hjá Groningen vegna meiðsla, en liðsfélagar hans töpuðu á heimavelli gegn sterku toppliði Feyenoord. Groningen er með 12 stig.

Hlynur Freyr Karlsson horfði á liðsfélaga sína í Brommapojkarna tapa á heimavelli í efstu deild í Svíþjóð og eru þeir sjö stigum frá fallsæti. Gísli Eyjólfsson sat á bekknum hjá Halmstad sem vann frábæran 1-0 sigur á sterku liði Hammarby og er núna sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Í danska boltanum voru Breki Baldursson og Ólafur Hjaltason á sitthvorum varamannabekknum þegar Esbjerg gerði jafntefli við Aarhus Fremad í næstefstu deild. Jóhannes Kristinn Bjarnason var ónotaður varamaður í jafntefli hjá Kolding.

Daníel Freyr Kristjánsson var þá fjarverandi í tapi Fredericia í efstu deild vegna meiðsla. Fredericia er með 11 stig eftir 10 umferðir.

Að lokum var Guðmundur Þórarinsson ónotaður varamaður í sigri FC Noah í efstu deild í Armeníu, þar sem liðið er í titilbaráttu eins og vanalega.

Lech Poznan 2 - 2 Jagiellonia

HamKam 4 - 0 Rosenborg

Trollhattan 2 - 1 Ariana

Utrecht 2 - 2 Heerenveen

Groningen 0 - 1 Feyenoord

Brommapojkarna 0 - 1 Mjallby

Halmstad 1 - 0 Hammarby

Esbjerg 1 - 1 Aarhus Fremad

Hobro 2 - 2 Kolding

Viborg 2 - 1 Fredericia

Noah 2 - 0 Ararat Yerevan

Athugasemdir
banner